top of page
136_1686054018x1080_edited.jpg

Tilgangur Þorkelsstofu er að safna, varðveita og auðvelda aðgengi að verkum og ævistarfi Þorkels Sigurbjörnssonar tónskálds.

Þorkell Sigurbjörnsson (16. júlí 1938 – 30. janúar 2013) er eitt af höfuðtónskáldum Íslands. Verk hans telja vel á fjórða hundraðið og hafa mörg þeirra verið hljóðrituð og gefin út. Verkasafn Þorkels er afar fjölbreytt en hann samdi hljómsveitarverk, kammerverk, einleikskonserta, barnaóperur, kammeróperu, raf- og tölvutónlist ásamt fjölda kórverka og sálmalaga.

 

​Nánar um Þorkel

bottom of page