top of page

Þorkelsstofa safnar, varðveitir og miðlar höfundarverki og ævistarfi Þorkels Sigurbjörnssonar tónskálds.

​

Síða þessi verður uppfærð síðar

með ítarlegri upplýsingum um starfsemi Þorkelsstofu.

composer

Þorkell Sigurbjörnsson

Þorkell Sigurbjörnsson (16. júlí 1938 – 30. janúar 2013) er eitt af höfuðtónskáldum Íslands. Verkasafn hans telur yfir 300 tónverk og hafa mörg þeirra verið hljóðrituð og gefin út. Verkasafn Þorkels er afar fjölbreytt en hann samdi hljómsveitarverk, kammerverk, einleikskonserta, barnaóperur, kammeróperu, raf- og tölvutónlist ásamt fjölda kórverka og sálmalaga.

​

Þorkell miðlaði tónlist í útvarpi um árabil og var einnig ötull í félagsstörfum. Hann var meðal annars formaður Tón­skálda­fé­lags Íslands um ára­bil, formaður Musica Nova 1964 - 67 og for­seti Banda­lags íslenskra lista­manna 1982 - 86. Hann var einn stofn­enda Íslenskr­ar tón­verka­miðstöðvar og var stjórnarformaður frá stofnun hennar árið 1968 til ársins 1981. Þorkell sat í stjórn STEFs um ára­bil og var einnig fram­kvæmda­stjóri og stjórn­ar­maður Lista­hátíðar í Reykja­vík um skeið.

 

Ævistarf og verkasafn Þorkels er mikilvægur hluti af tónlistarsögu og menningararfi Íslendinga og eiga verk hans meðal annars tvímælalaust þátt í að vekja athygli á því sem Íslendingar hafa fram að færa á heimssviði tónlistar.

works

tónverk

Nótur að verkum Þorkels Sigurbjörnssonar eru aðgengilegar hjá Tónverkamiðstöð en verða í framtíðinni einnig aðgengilegar hjá Þorkelsstofu ásamt ítarlegum upplýsingum. 

about.

um Þorkelsstofu

Þorkelsstofa er óhagnaðardrifið hagsmunafélag, stofnað til að safna, varðveita og miðla höfundarverki og ævistarfi Þorkels Sigurbjörnssonar tónskálds.

​

Þorkelsstofa …

… skráir verk Þorkels og gerir þau aðgengileg flytjendum og öðrum áhugasömum

… safnar heimildum tengdum verkum Þorkels og ævistarfi

… veitir leyfi fyrir notkun á verkum Þorkels

… miðlar verkum og ævistarfi Þorkels með útgáfu, sýningum og öðrum leiðum sem henta hverju tilefni

 

Forstöðumaður Þorkelsstofu er Valgerður G. Halldórsdóttir

(vala@thorkelsstofa.is/s. 8200 999).

 

​

contact

hafa samband

Vinsamlegast sendið póst á forstöðumann Þorkelsstofu, Valgerði G. Halldórsdóttur (vala@thorkelsstofa.is) ef þið eruð með fyrirspurnir varðandi verk Þorkels Sigurbjörnssonar eða eigið annað erindi við Þorkelsstofu.

bottom of page